Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 204 . mál.


Ed.

1175. Frumvarp til laga



um tekjustofna sveitarfélaga.

(Eftir 3. umr. í Nd., 12. maí.)



    Samhljóða þskj. 838 með þessum breytingum:

    16. gr. hljóðar svo:
    Framlögum skv. e-lið 13. gr. skal varið til að bæta dreifbýlissveitarfélögum upp aukinn kostnað vegna breytinga á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem koma til framkvæmda samhliða lögum þessum.
    Framlögin skulu miðuð við að hagur þessara sveitarfélaga verði ekki lakari eftir breytingar á verkaskiptingunni heldur en áður var.
    Í reglugerð skal meðal annars setja nánari ákvæði um útreikning þessara framlaga og hvaða skilyrðum sveitarfélög þurfa að fullnægja til að hljóta þau.

    34. gr. hljóðar svo:
    Sveitarstjórnum er heimilt að leggja aðstöðugjöld á þá aðila, sem taldir eru upp í 1. og 2. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í sveitarfélaginu, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum þessum. Aðstöðugjöld skulu renna í sveitarsjóð.
    Undanþegnir aðstöðugjaldsskyldu eru þó eftirtaldir aðilar:
a.     Þeir sem um ræðir í 4. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.
b.     Þeir sem greiða landsútsvör skv. 9. gr. Undanþága olíufélaganna nær þó aðeins til olíu og olíuvara.
c.     Starfsemi sláturhúsa.